Námsefni

Ísleifur

Vefurinn Ísleifur inniheldur tuttugu sögur, nítján frumsamdar og eina þjóðsögu. Sögurnar eru á fimm mismunandi þyngdarstigum. Hverri sögu fylgja stafræn verkefni sem ætlað er að dýpka skilning nemenda, efla lesskilning, auka eftirtekt og orðaforða. Sumum sögunum fylgja verkefni til að þjálfa stafsetningu. Nemendur geta nálgast niðurstöður sínar jafnóðum með því að smella á þar til gerðan hnapp. Ísleifur er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Efni hans er einkum ætlað nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla en getur að sjálfsögðu nýst öðrum nemendahópum.

Ísleifur er afrakstur þróunarvinnu og var unnin með styrki úr Þróunarsjóði námsgagna. Sú vinna á vonandi á eftir að skila sér í fjölbreyttari útgáfu námsefnis af þessu tagi þar sem ný tækni er nýtt og prófuð.

  • Höfundur: Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
  • Forritun: Sverrir Þorgeirsson
  • Útgáfa: Málborg 2023
  • isleifur.malborg.is

Málfinnur – lítil málfræðibók

Málfinnur, lítil málfræðibók, hefur að geyma einfaldar og hnitmiðaðar útskýringar á málfræðihugtökum. Bókin hentar meðal annars nemendum á unglingastigi grunnskóla, í byrjun framhaldsskóla, við símenntun og í fullorðinsfræðslu. Málfinnur kom upphaflega út hjá Námsgagnastofnun árið 2001. Nýr Málfinnur var gefinn út árið 2014, efnið var endurskoðað og aukið við það, útlit og umbrot var endurhannað.

  • Höfundur: Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
  • Myndir: Ninna Margrét Þórarinsdóttir
  • Verð: 2.390 kr. Velkomið er að óska eftir tilboði ef keyptar eru margar bækur í einu.
  • Útgáfa: Málborg 2014
  • Blaðsíðufjöldi: 64

Snjallfinnur – smáforrit

Snjallfinnur er ókeypis smáforrit fyrir snjallsíma, einkum ætlað sem ítarefni með Málfinni, lítilli málfræðibók. Í Snjallfinni eru nú 500 fjölvalsverkefni tengd málfræði og málnotun. Forritið er hannað fyrir síma og spjaldtölvur með Android- og iOS-stýrikerfi.

  • Höfundur: Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
  • Forritun og hönnun: Sverrir Þorgeirsson og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
  • Myndir: Ninna M. Þórarinsdóttir
  • Útgefandi Málborg 2015

Ísborg – smáforrit

Ísborg er ókeypis smáforrit fyrir börn með erlent móðurmál sem vilja ná tökum á íslensku. Í forritinu er hægt að þjálfa sig í málfræði, ritun, framburði og orðaforða undir leiðsögn kennara eða leiðbeinanda. Forritið er hannað fyrir síma og spjaldtölvur með Android- og iOS-stýrikerfi. Gert er ráð fyrir að kennari skapi notandaaðgang fyrir sjálfan sig og nemendur sína á eftirfarandi slóð: isborg.malborg.is Á síðunni er hægt að fylgjast með árangri nemenda. 

  • Höfundur: Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
  • Forritun og hönnun: Sverrir Þorgeirsson og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
  • Útlit: Sandra Wiklander 
  • Útgefandi: Málborg 2018