Þjónusta

Línur

Við erum á heimavelli ef þig vantar vandaðan yfirlestur, ráðleggingar eða álit. Við vinnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Lesum yfir skáldsögur, fræðibækur, námsritgerðir, skýrslur, tímarit, auglýsingar, vefsíður, spurningalista, rafrænar kannanir eða örstutta texta þar sem hvert orð hefur sérstaklega mikið vægi.

  • Prófarkalestur: Prófarkalestur felur í sér að lagfæra stafsetningar- og ásláttarvillur og huga að uppsetningu og frágangi textans. Ekki eru gerðar umfangsmiklar breytingar á orðalagi eða efnistökum. Áður en texti er sendur í prófarkalestur þarf hann að vera vandlega yfirlesinn af höfundi eða handritalesara.
  • Handritalestur: Handritalestur felur í sér lagfæringar á orðalagi, efnistökum, stafsetningu. Stundum þarf að umorða texta eða endurskrifa einhvern hluta textans. Handritalestur er yfirgripsmeiri en prófarkalestur og fer fram áður en textinn telst endanlega tilbúinn til útgáfu.

Ritstjórn eða verkefnisstjórn

Vantar þig stjóra? Við höfum dálæti á þeirri vinnu líkt og öðru sem við tökum okkur fyrir hendur. Bókin Mundu að hnerra í regnbogann: Bók um skólastarf og Covid-19 er eitt dæmi um verkefni af þeim toga.  Annað uppáhaldsverkefni er Framtíðarstefna um samræmt námsmat. Krefjandi og mikilvægt verkefni sem unnið var í nánu samstarfi við skólasamfélagið og fulltrúa þess. Nánar má lesa um verkefnið hér. Algengara er að verkefni okkar séu unnin án þess að þeirra sé getið nokkurs staðar. 

Íslenskukennsla

Við höfum yfirgripsmikla reynslu af íslenskukennslu og aðstoðum gjarnan nemendur í skýjunum hvar sem er í heiminum; börn, unglinga eða fullorðna. Hafðu samband ef þig vantar einkakennslu eða leiðbeiningar.

Námsefni

Kannski má segja að námsefnisgerðin sé okkar uppáhalds. Að minnsta kosti veit Svanhildur fátt áhugaverðara en að semja og hanna námsefni. Það má meðal annars sjá á yfirliti Menntamálastofnunar sem hefur gefið efnið hennar út síðan 1999. Námsefnið hjá Málborgu er af öðrum toga. Það er afrakstur þróunarvinnu, rafrænt og ókeypis. Bókin Málfinnur er þó undanskilin. Hún hefur enn aðeins verið gefin út á prenti. Nýttu þér rafræna námsefnið okkar að vild og viljir þú panta Málfinn sendir þú okkur bara skilaboð eða hringir.

Viltu nánari upplýsingar?
Við erum sveigjanleg þegar við semjum um verð. Stundum gerum við tilboð í verkefni eða vinnum þau í tímavinnu. Sendu okkur endilega fyrirspurn í tölvupósti: malborg@malborg.is eða hringdu í síma 8632424.