Um okkur

Stofnun Málborgar ehf. var fagnað á sama tíma og kaka ársins 2013 var kynnt. Driffjöðurin er Svanhildur Kr. Sverrisdóttir en með henni í liði er úrvalsfólk sem hefur sérþekkingu á sínu sviði.

Svanhildur Kr. Sverrisdóttir er með fimm háskólagráður – eða allt að því. Byrjaði sem smíðakennari, bætti svo við námi í íslenskum fræðum, M.Ed.-prófi í menntunarfræðum og lauk svo doktorsnámi í menntavísindum. Hún á að baki farsælan feril sem kennari á öllum skólastigum, kennsluráðgjafi í grunnskólum, sérfræðingur í stjórnsýslunni, ritstjóri, námsefnishöfundur og verkefnastjóri. Þegar Svanhildur tekur að sér verk leggur hún mikinn metnað í að skila því af sér sómasamlega og tímanlega. Enda sómakona.

Bjarni Bjarnason er jarðfræðingur með framhaldsmenntun í námaverkfræði. Hann er fjölhæfur og reynslumikill. Honum finnst sérstaklega gaman að velta fyrir sér tungumálum enda sleipur í ensku, sænsku og spænsku, svo ekki sé talað um íslensku. Hann nýtur þess líka ákaflega vel að stjórna, vinna við stefnumótun og leiða verkefni.

Sverrir Thorgeirsson er langt kominn í doktorsnámi í tölvunarfræði við ETH í Zürich. Hann hefur lokið MSc í tölvunarfræði og BSc í stærðfræði. Sverrir hefur töluverðan reynslu við þróun stafræns námsefnis og Málborg nýtur góðs af því.

Sandra Wiklander er tölvunarfræðingur með próf frá háskólanum í Stokkhólmi. Hún er ekki bara góður forritari því hún er líka með gott auga fyrir hönnun af ýmsum toga.