Orrustuvöllurinn

Vopn þín voru orðin
sem hittu mig í hjartað, 
áður en ég hafði mundað vopn mín
var hjarta mitt blæðandi,
litlu örvar mínar
máttlausar,
ég kom engum vörnum við
enda komstu mér í opna skjöldu

Svanhildur Kr. Sverrisdóttir