Málið er ekki svo flókið!

Við gefum út eigið námsefni, veitum ráðgjöf um kennsluhætti, ritstýrum, lesum yfir hvers kyns texta, leiðbeinum um meðferð íslensks máls, tökum að okkur verkefnisstjórn, leiðbeinum einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og stofnunum um viðfangsefni á okkar sviði.

Útgáfa

TPL_SUBTITLE_ÚTGáFA

Málfinnur – lítil málfræðibók

image.png

Málfinnur, lítil málfræðibók, kom upphaflega út hjá Námsgagnastofnun árið 2001 og á að baki farsælan feril í grunnskólum landsins. Auk þess hefur Málfinnur nýst ýmsum framhaldsskólanemum til að styrkja grunnþekkingu sína í málfræði og málnotkun. Bókin kom út 2014, endurskoðuð og aukin, með stílhreint útlit og teiknaðar myndir eftir Ninnu Margréti af kettinum Tuma.

Málfinnur hentar sem fyrr m.a. nemendum á unglingastigi grunnskóla, í byrjun framhaldsskóla, við símenntun og í fullorðinsfræðslu.

 

 

Höfundur: Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
Umbrot: Edda Hrund Svanhildardóttir
Myndir: Ninna Margrét Þórarinsdóttir
Verð: 1980 kr. Velkomið er að óska eftir tilboði ef keyptar eru margar bækur í einu.
Útgáfa: Málborg 2014
Blaðsíðufjöldi: 64

 

Snjallfinnur – smáforrit

Snjallfinnur-150x150Snjallfinnur er ókeypis smáforrit fyrir snjallsíma, einkum ætlað sem ítarefni með Málfinni, lítilli málfræðibók. Í Snjallfinni eru nú 500 fjölvalsverkefni tengd málfræði og málnotun. Forritið er hannað fyrir síma og spjaldtölvur með Android- og iOS-stýrikerfi. HVAR ER HÆGT AÐ NÁLGAST ÞAÐ?

Höfundur: Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
Forritun og hönnun: Sverrir Þorgeirsson og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
Myndir: Ninna M. Þórarinsdóttir
Styrkur frá Hagþenki 2014
Útgefandi Málborg 2015

 

Ísborg – smáforrit

isborgÍsborg er ókeypis smáforrit fyrir börn með erlent móðurmál sem vilja ná tökum á íslensku. Í forritinu er hægt að þjálfa sig í málfræði, ritun, framburði og orðaforða undir leiðsögn kennara eða leiðbeinanda. Forritið er hannað fyrir síma og spjaldtölvur með Android- og iOS-stýrikerfi. Gert er ráð fyrir að kennari skapi notandaaðgang fyrir sjálfan sig og nemendur sína á eftirfarandi slóð: http://isborg.malborg.is Á síðunni er hægt að fylgjast með árangri nemenda.  HVAR ER HÆGT AÐ NÁLGAST ÞAÐ?

Höfundur: Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
Forritun og hönnun: Sverrir Þorgeirsson og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
Útlit: Sandra Wiklander 
Ráðgjöf: Veturliði G. Óskarsson
Styrkur frá Þróunarsjóði námsgagna 2017
Útgefandi Málborg 2018

 

Verk unnin fyrir Menntamálastofnun: 

Hugfinnur. Handbók um bókmenntahugtök

Heimir. Handbók um heimildaritun

Finnbjörg. Lítil bók um málfræði og stafsetningu

Bókhlaðan okkar. Vefefni.

Miðbjörg. Móðurmáls­vefur fyrir miðstig

Finnur I. Verkefni í málfræði og stafsetningu

Finnur II. Verkefni í málfræði og stafsetningu

Finnur III. Verkefni í málfræði og stafsetningu

Skriffinnur. Lítil bók um stafsetningu og greinarmerki

Málfinnur. Lítil málfræðibók

Málbjörg. Móðurmálsvefur fyrir unglingastig

Orðalind, ásamt Ingu Þórunni Halldórsdóttur

Mályrkjuvefurinn ásamt Ástu Sölvadóttur; 

Jólavefur 

Vefur um fullveldisdaginn 1. desember

Hafðu samband

TPL_SUBTITLE_HAFðU_SAMBAND

Við gerum ýmist tilboð í verkefni eða vinnum þau í tímavinnu.
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um verð og þjónustu.

 

 

Málborg ehf.


fb