Við gefum út eigið námsefni, veitum ráðgjöf um kennsluhætti, ritstýrum, lesum yfir hvers kyns texta, leiðbeinum um meðferð íslensks máls, tökum að okkur verkefnisstjórn, leiðbeinum einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og stofnunum um viðfangsefni á okkar sviði.
Málborg var stofnuð af Svanhildi Kr. Sverrisdóttur snemma árs 2013, sem útgáfu- og ráðgjafarfyrirtæki. Fyrsta verkefni Málborgar var útgáfa Málfinns. Málfinnur hafði komið út tólf árum áður hjá Námsgagnastofnun og átt farsælan feril innan skólakerfisins. Kominn var tími á endurskoðun og var Málfinnur aukinn og endurbættur og bókin fékk nýtt og fallegt útlit. Á eftir Málfinni komu úr smáforritin Snjallfinnur og Ísborg. Samhliða gerð námsefnis og útgáfu veitir Málborg aðstoð við textagerð og ráðgjöf á sviði kennslu- og menntamála.
Við gerum ýmist tilboð í verkefni eða vinnum þau í tímavinnu.
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um verð og þjónustu.