Málið er ekki svo flókið!

Við gefum út eigið námsefni, veitum ráðgjöf um kennsluhætti, ritstýrum, lesum yfir hvers kyns texta, leiðbeinum um meðferð íslensks máls, tökum að okkur verkefnisstjórn, leiðbeinum einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og stofnunum um viðfangsefni á okkar sviði.

Textavinna

TPL_SUBTITLE_TEXTAVINNA

Vandaður prófarkalestur og yfirlestur hvers kyns texta fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki.


Hér má nálgast nokkrar almennar leiðbeiningar við frágang texta.

Yfirlestur

Íslenskufræðingar og reyndir prófarkalesarar lesa yfir hvers kyns efni fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Meðal verkefna sem við önnumst er yfirlestur á texta, leiðbeiningar við ritun, aðstoð við textagerð og uppsetningu á kynningarefni og bæklingum svo nokkuð sé nefnt. Einnig prófarkalesum við blöð og tímarit, bækur, ritgerðir, greinar, auglýsingar, kynningarefni, heimildaskrár og fleira. Við leggjum metnað okkar í vönduð og fagleg vinnubrögð.

Prófarkalestur

Prófarkalestur felur í sér að lagfæra stafsetningar- og ásláttarvillur og huga að uppsetningu og frágangi textans. Ekki eru gerðar umfangsmiklar breytingar á orðalagi eða efnistökum. Áður en texti er sendur í prófarkalestur þarf hann að vera vandlega yfirlesinn af höfundi eða handritalesara.

Handritalestur

Handritalestur felur í sér lagfæringar á orðalagi, efnistökum, stafsetningu. Stundum þarf að umorða texta eða endurskrifa einhvern hluta textans. Handritalestur er yfirgripsmeiri en prófarkalestur og fer fram áður en textinn telst endanlega tilbúinn til útgáfu.

Hafðu samband

TPL_SUBTITLE_HAFðU_SAMBAND

Við gerum ýmist tilboð í verkefni eða vinnum þau í tímavinnu.
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um verð og þjónustu.

 

 

Málborg ehf.


fb